Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
   þri 02. september 2025 14:20
Elvar Geir Magnússon
Hvernig mun Slot stilla upp með komu Isak?
Mynd: Liverpool
„Það er ekki erfitt að sjá af hverju Liverpool vildi fá Alexander Isak. Hann verður ekki 26 ára fyrr en síðar í þessum mánuði og hefur skorað yfir 20 úrvalsdeildarmörk síðustu tvö tímabil," skrifar Jonathan Wilson, fréttamaður Guardian,

Hann fer yfir kaup Liverpool á Isak og hvað sænski sóknarmaðurinn kemur með að borðinu.

„Það eru ekki bara mörk, hann er mjög nútímalegur sóknarmaður með blöndu af mörgum þáttum. Þó styrkleiki Isak liggi ekki mest í loftinu þá hafa fjögur af síðustu 23 mörkum hans komið með skalla."

Líklegast er talið að Isak sé hugsaður upp á topp í 4-3-3 kerfi Liverpool með Cody Gakpo og Mohamed Salah á köntunum. Það er auðvelt að sjá fyrir sér að þeir þrír myndi mjög flæðandi sóknarlínu.

„Það er líklegt að Isak og Hugo Ekitike skipti mínútunum á milli sín í byrjunarliðinu. Franski landsliðsmaðurinn, eins og Isak, er þó mjög sveigjanlegur og getur líka spilað úti á köntunum," segir Wilson.

„Það er rökrétt að byrja að skipuleggja framtíðina eftir Salah. Hann er 33 ára og samningur hans rennur út 2027, sem þýðir að það yrði rökrétt að losa hann næsta sumar. Án Salah er minni þörf að líma sig við 4-3-3 sem hefur einkennt Liverpool undanfarinn áratug."
Athugasemdir