
Þróttur hirti toppsæti Lengjudeildarinnar með 2-1 útisigri gegn Fjölni í Egilshöll í 20. umferð. Þróttarar eru með eins stigs forystu á Njarðvík sem vann sannfærandi 3-1 sigur gegn Leikni. Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttar er þjálfari umferðarinnar og vel við hæfi að leikmaður umferðarinnar komi einnig frá toppliðinu.
LEIKMAÐUR UMFERÐARINNAR:
Liam Daði Jeffs kom inn af bekknum í hálfleik en þá var Fjölnir 1-0 yfir. Þessi 19 ára leikmaður jafnaði leikinn á 50. mínútu og var virkilega ógnandi. Þróttarar fögnuðu svo öllum stigunum þremur eftir að Hlynur Þórhallsson skoraði sigurmarkið á 82. mínútu.
LEIKMAÐUR UMFERÐARINNAR:
Liam Daði Jeffs kom inn af bekknum í hálfleik en þá var Fjölnir 1-0 yfir. Þessi 19 ára leikmaður jafnaði leikinn á 50. mínútu og var virkilega ógnandi. Þróttarar fögnuðu svo öllum stigunum þremur eftir að Hlynur Þórhallsson skoraði sigurmarkið á 82. mínútu.

Oumar Diouck skoraði tvennu gegn Leikni og er kominn með þrettán mörk í deildinni. Bakvörðurinn Arnleifur Hjörleifsson átti einnig flottan leik hjá Njarðvík.
Selfoss vann óvæntan 3-2 sigur gegn Þór þar sem Aron Lucas Vokes skoraði frábært sigurmark. Alexander Berntsson var gríðarlega traustur í vörn Selfyssinga.
Bergvin Fannar Helgason skoraði tvö mörk fyrir ÍR sem vann 4-2 sigur gegn Keflavík. Breki Hólm Baldursson var gríðarlega ógnandi í leiknum.
Pablo Aguilera Simon var maður leiksins þegar Fylkir tengdi saman þriðja sigurinn í röð og vann 2-0 útisigur gegn HK.
Þá vann Völsungur 2-0 sigur gegn Grindavík þar sem Xabier Cardenas Anorga var maður leiksins. Xabier var færður niður í miðvörð vegna meiðsla snemma leiks og var gjörsamlega frábær. Þá átti Ívar Arnbro Þórhallsson flottan leik í marki Húsvíkinga.
Fyrri úrvalslið:
19. umferð - Yann Emmanuel Affi (Þór)
18. umferð - Sigfús Fannar Gunnarsson (Þór)
17. umferð - Ólafur Íshólm Ólafsson (Leiknir)
16. umferð - Adam Árni Róbertsson (Grindavík)
15. umferð - Hrafn Tómasson (Þróttur)
14. umferð - Jakob Héðinn Róbertsson (Völsungur)
13. umferð - Einar Freyr Halldórsson (Þór)
12. umferð - Dagur Orri Garðarsson (HK)
11. umferð - Dominik Radic (Njarðvík)
10. umferð - Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
9. umferð - Dagur Orri Garðarsson (HK)
8. umferð - Óðinn Bjarkason (ÍR)
7. umferð - Ármann Ingi Finnbogason (Grindavík)
6. umferð - Ívar Arnbro Þórhallsson (Völsungur)
5. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (HK)
4. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (Völsungur)
3. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
2. umferð - Ibrahima Balde (Þór)
1. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þróttur R. | 20 | 12 | 5 | 3 | 40 - 30 | +10 | 41 |
2. Njarðvík | 20 | 11 | 7 | 2 | 46 - 23 | +23 | 40 |
3. Þór | 20 | 12 | 3 | 5 | 47 - 29 | +18 | 39 |
4. ÍR | 20 | 10 | 7 | 3 | 36 - 22 | +14 | 37 |
5. HK | 20 | 10 | 4 | 6 | 37 - 27 | +10 | 34 |
6. Keflavík | 20 | 9 | 4 | 7 | 47 - 37 | +10 | 31 |
7. Völsungur | 20 | 6 | 4 | 10 | 34 - 47 | -13 | 22 |
8. Fylkir | 20 | 5 | 5 | 10 | 31 - 29 | +2 | 20 |
9. Selfoss | 20 | 6 | 1 | 13 | 24 - 38 | -14 | 19 |
10. Grindavík | 20 | 5 | 3 | 12 | 35 - 57 | -22 | 18 |
11. Leiknir R. | 20 | 4 | 5 | 11 | 20 - 39 | -19 | 17 |
12. Fjölnir | 20 | 3 | 6 | 11 | 30 - 49 | -19 | 15 |
Athugasemdir