Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Viðtal við Lárus Orra
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Viðtal við Óskar Hrafn
Viðtal við Luke Rae
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
banner
   þri 02. september 2025 19:20
Kári Snorrason
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Icelandair
Gísli Gottskálk Þórðarson er í landsliðshópnum í fyrsta sinn.
Gísli Gottskálk Þórðarson er í landsliðshópnum í fyrsta sinn.
Mynd: EPA
Íslenska landsliðið er komið saman til æfinga fyrir komandi leiki við Aserbaídsjan og Frakkland. Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður Lech Poznan, er í fyrsta sinn í landsliðshóp og gæti spilað sinn fyrsta leik í verkefninu. Fótbolti.net náði tali af Gísla fyrr í dag.

„Tilfinningin er geðveik, þetta er það besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður, að vera í landsliðinu. Ég er mjög stoltur og ánægður að vera hérna.“

„Arnar hringdi í mig þegar ég var í klippingu, ég missti af símtalinu og hringdi til baka og hann sagði mér þetta. Það var ekki leiðinlegt móment.“

Gísli er leikmaður Lech Poznan í Póllandi, en hann gekk til liðs við pólska félagið í upphafi árs.

„Ég er mjög sáttur í Póllandi. Pólland sem land kom mér mikið á óvart, gaman að búa þarna. Svo er búið að ganga vel í liðinu, þannig að ég er mjög sáttur.“

Viðtalið við Gísla má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner