Það var tilfinningaþrungin stund hjá brasilíska kantmanninum Antony þegar hann var kynntur hjá spænska liðinu Real Betis í dag.
Antony þekkir vel til í Betis en hann var á láni hjá félaginu seinni hluta síðasta tímabils og vildi ólmur snúa aftur. Brasilíumaðurinn spilaði 26 leiki fyrir Betis í fyrra og hjálpaði liðinu að komast alla leið í úrslit Sambandsdeildarinnar.
Á leikmannakynningunni tók hann sjálfur til máls og sagði erfiða mánuði hjá Man Utd að baki, þar sem kantmaðurinn fékk ekki að æfa með liðinu.
Hann segir ætlunina alltaf hafa verið að snúa aftur til spænska liðsins. „Ég hef alltaf verið skýr, valið mitt stóð á milli Betis eða Betis. Það var enginn annar kostur,“ sagði leikmaðurinn.
Félagið festi kaup á Antony frá Man Utd í gærdag fyrir um 22 milljónir punda. Hann gekk til liðs við Man Utd frá Ajax árið 2022 fyrir 86 milljónir punda. Hann stóð alls ekki undir væntingum en hann skoraði 12 mörk í 96 leikjum.
Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af Antony og gleðitárum kappans.
Lágrimas de sufrimiento. De felicidad.
— Real Betis Balompié ???????? (@RealBetis) September 2, 2025
Tranquilo. Ya estás en casa ???????? pic.twitter.com/G1Zyf1Mayz
Athugasemdir