Ilkay Gündogan hefur yfirgefið Manchester City í annað sinn og samið við Tyrklandsmeistara Galatasaray á frjálsri sölu.
Gündogan átti eitt ár eftir af samningi sínum við Manchester City en fékk engu að síður að yfirgefa félagið.
Hann sneri aftur til City síðasta sumar eftir aðeins eitt tímabil með Barcelona og lék alls 54 leiki í öllum keppnum fyrir félagið á liðnu tímabili.
Þar áður hafði hann verið lykilleikmaður í sigursælu liði City í sjö tímabil.
Hjá Galatasary mun hann leika með sínum gamla liðsfélaga hjá Man City og samlanda Leroy Sané.
Liðið hefur farið vel af stað í tyrknesku deildinni, en það hefur unnið fyrstu fjóra leiki sína.
???? ?lkay Gündo?an, ?stanbul’da! #GundoIsHere ???? pic.twitter.com/Prga2IFBpA
— Galatasaray SK (@GalatasaraySK) September 2, 2025
Athugasemdir