Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 02. október 2020 13:52
Magnús Már Einarsson
Arnór og Jón Dagur spila með U21 - Ekki með gegn Rúmeníu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson og Jón Dagur Þorsteinsson spila með U21 landsliðinu gegn Ítalíu næstkomandi föstudag áður en þeir koma inn í A-landsliðshópinn fyrir leikina gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeildinni.

Jón Dagur byrjaði gegn Englandi í síðasta landsleikjaverkefni og Arnór byrjaði gegn Belgum. Arnór hefur ekki fengið margar mínútur með CSKA Moskvu í síðustu leikjum og verið á bekknum.

Erik Hamren, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag 26 manna hóp fyrir leikina sem eru framundan.

„Þetta er best fyrir leikmennina og Ísland sem og U21 liðið," sagði Erik um þessa ákvörðun.

Sjö fastamenn í íslenska hópnum snúa aftur í hópinn í þessu verkefni og því byrja Jón Dagur og Arnór með U21 liðinu áður en þeir koma inn í A-landsliðshópinn.

U21 lið Íslands er í keppni um að komast á EM en leikurinn við Ítalíu fer fram á Víkingsvelli næstkomandi föstudag og er gríðarlega mikilvægur.
Athugasemdir
banner
banner
banner