Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 02. október 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Sigurður Hrannar, Gísli Laxdal og Marteinn framlengja við ÍA
 Gísli Laxdal Unnarsson
Gísli Laxdal Unnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír ungir leikmenn ÍA hafa skrifað undir nýja samninga við félagið út tímabilið 2022.

Um er að ræða Sigurð Hrannar Þorsteinsson, Gísla Laxdal Unnarsson og Martein Theódórsson.

Sigurður Hrannar er fæddur árið 2000 og hefur spilað 14 leiki í Pepsi Max deildinni og skorað 1 mark. Einnig hefur Sigurður Hrannar spilað 4 leiki í Mjólkurbirnum og skorað þar 1 mark.

Gísli Laxdal er fæddur árið 2001 og hefur spilað 16 leiki í Pepsi Max deildinni og skorað 2 mörk. Einnig hefur Gísli Laxdal spilað 2 leiki í Mjólkurbirnum.

Marteinn er fæddur árið 2001 og hefur spilað 3 leiki í Pepsi Max deildinni. Einnig hefur Marteinn spilað 2 leiki í Mjólkurbikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner