Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 02. október 2022 15:48
Brynjar Ingi Erluson
Keane urðar yfir Man Utd - „Þetta er svo ótrúlega niðurlægjandi"
Roy Keane
Roy Keane
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
„United getur ekki tekið neitt úr þessum leik. Leikmenn ættu að vera niðurlægðir. Þú getur ekki verið 4-0 undir í hálfleik í nágrannaslag. Þetta er ótrúlega niðurlægjandi og eins góðir og City voru þá voru leikmenn United örvæntingafullir og sérstaklega á miðsvæðinu. Það var keyrt yfir þá á miðsvæðinu og þeir voru svo út um allt í vörninni," byrjaði Roy Keane, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United ræðu sína eftir 6-3 tap liðsins gegn Manchester City á Etihad í dag.

Manchester City var 4-0 yfir þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks og virtist þessi bæting í síðustu fjórum leikjum hafa núllast algjörlega út.

Englandsmeistararnir eru vissulega með frábært lið en leikmenn United áttu engin svör við Erling Braut Haaland og Phil Foden sem skoruðu báðir þrennu í leiknum. Keane var hissa á þessari frammistöðu og sagði hann gríðarlega niðurlægjandi.

„Ef við horfum aftur á leiðtogana, það var ekkert slíkt hjá Man Utd."

„Ef þú gefur leikmönnum eins og De Bruyne tíma og pláss, þá ertu bara að biðja um vandræði. United var refsað og réttilega. Íþróttir á hæsta stigi er frábært dæmi en það er líka grimmt. Þetta var grimmilegt fyrir United og þegar þú ert ekki alveg þarna þá verður þér slátrað af nágrönnunum."

„United er með reynslumikið lið þarna. City vantaði leikmenn en það skiptir ekki máli hver kemur í staðinn þetta eru bara púra gæði. Það er það sem City er með á meðan United var út um allt í þessum leik."

„Hjá eins stóru félagi og Manchester United þá veltir maður því fyrir sér hvernig það er fyrir leikmenn að sitja í búningsklefanum og 4-0 undir í hálfleik. Það hlýtur að vera stórfurðuleg tilfinning, en þeir eru svosem vanir því þar sem þeir voru 4-0 undir gegn Brentford."

„Stjórinn er örugglega að klóra sér í huasnum með þjálfaraliðinu því það var augljóslega bæting í síðustu fjórum leikjum, en þetta er risastórt skref aftur á bak,"
sagði Keane í lokin.


Athugasemdir
banner
banner