Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 02. október 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fær Dyche lyklana að fjársjóðskistu eftir áramót?
Sean Dyche.
Sean Dyche.
Mynd: EPA
Sean Dyche, stjóri Everton, kemur til með að fá pening til að eyða þegar janúarglugginn opnar.

Friedkin Group er að ganga frá kaupum á Everton eftir misheppnaðar tilraunir 777 Partners og John Textor fyrr á árinu.

Það hefur verið rætt og skrifað um það í breskum fjölmiðlum að Everton ætli að fara í stjóraskipti eftir eigendaskiptin en núna segir götublaðið The Sun að svo verði ekki. Maurizio Sarri hefur meðal annars verið orðaður við Everton en það er útlit fyrir að Dyche fái að vera áfram.

Stjórnarformaðurinn Dan Friedkin á fyrir ítalska félagið Roma en hann er milljarðarmæringur frá Bandaríkjunum.

Everton vonast til þess að eigendaskiptin gangi í gegn fyrir áramót og félagið geti þátt eytt í nýja leikmenn til þess að styrkja liðið í baráttunni um að halda sér í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner