Gylfi Þór Sigurðsson er áfram í íslenska landsliðshópnum sem mætir Tyrklandi og Wales í Þjóðadeildinni.
Gylfi missti af síðasta leik Vals í Bestu deildinni vegna bakmeiðsla en hann er samt sem áður í landsliðshópnum.
Gylfi missti af síðasta leik Vals í Bestu deildinni vegna bakmeiðsla en hann er samt sem áður í landsliðshópnum.
„Ég talaði við Gylfa fyrir tveimur dögum og hann var aftur kominn á ferðina," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í dag.
„Hann var að glíma við þessi bakmeiðsli fyrr á tímabilinu en vonandi verður allt í lagi með hann. Það er leikur um helgina og við sjáum þá hvort að hann sé tilbúinn að spila."
Gylfi byrjaði báða leiki Íslands í síðasta verkefni fyrir um mánuði síðan.
Athugasemdir