Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
   mið 02. október 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmenn Wales keypt mikinn fjölda miða í Laugardalinn
Icelandair
Marki fagnað í síðasta mánuði.
Marki fagnað í síðasta mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, vonast til að sjá sem flesta á Laugardalsvelli þegar strákarnir okkar mæta Wales og Tyrklandi síðar í þessum mánuði.

Báðir leikirnir eru í Laugardalnum, síðustu heimaleikir ársins hjá landsliðinu.

Það var ágætis mæting á fyrstu leikina í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði en vonandi verður enn betri mæting núna og enn meiri stemning.

„Ég var að vona að við gætum gefið stuðningsmönnum eitthvað gegn Svartfjallalandi og við gerðum það. Við áttum svo góðan leik í sumar gegn Englandi. Við höfum átt í vandræðum með að tengja saman tvo leiki í röð en heima á Laugardalsvelli getum við unnið hvaða lið sem er," sagði Hareide á fundinum í dag.

„Vonandi sér fólk það, þannig að við fáum enn fleiri á völlinn. Við reynum að gera alltaf eitthvað sóknarlega og reynum að vera jákvæðir í okkar leik."

Það er von á mikið af stuðningsmönnum frá Wales þann 11. október. Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, sagði frá því í dag að það væri búið að selja um 3400 miða á leikinn og þar af væru 1000 miðar sem stuðningsmenn Wales væru búnir að kaupa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner