Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   lau 02. nóvember 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hareide finnst Amorim of ungur fyrir Man Utd
Vann portúgölsku deildina tvisvar með Sporting og vann deildabikarinn bæði Braga og Sporting.
Vann portúgölsku deildina tvisvar með Sporting og vann deildabikarinn bæði Braga og Sporting.
Mynd: Getty Images
Rúben Amorim tekur við sem stjóri Manchester United eftir næstu helgi, þegar landsleikjahléið hefst. Hann tekur þá við af Ruud van Nistelrooy sem stýrir liðinu til bráðabirgða eftir að Erik ten Hag var rekinn fyrir tæpri viku síðan.

Hann er 39 ára gamall og hefur náð eftirtektarverðum árangri í Portúgal, fyrst með Braga og svo með Sporting síðustu tímabil.

Age Hareide, þjálfari íslenska landsliðsins, tjáði sig um Amorim á norska ríkismiðlinum NRK. Vísir vakti athygli á því fyrr í dag. Hareide hafði áður sagt að hann vildi sjá Ole Gunnar Solskjær taka aftur við sem stjóri United.

„Mér finnst hann kannski of ungur. Þetta er án vafa eitt erfiðasta starfið í evrópskum fótbolta og þó að hann hafi staðið sig vel hjá Sporting þá hefur hann verið svolítið undir ratsjánni," sagði Hareide.

„Hann hefur sýnt hæfileika í Sporting. En portúgalska deildin snýst um fjögur lið, ef við erum sanngjarnir. Núna er hann að fara í ensku úrvalsdeildina sem er eitthvað allt annað," sagði Hareide sem lék með Manchester City á sínum tíma.
Útvarpsþátturinn - Besta, Valur og Amorim tekur við
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner