Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. desember 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tvísýnt hvort Davíð geti haldið áfram í fótbolta - Mikill missir að Alberti
Lengjudeildin
Davíð fékk höfuðhögg gegn ÍBV í ágúst.
Davíð fékk höfuðhögg gegn ÍBV í ágúst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Brynjar Ingason
Albert Brynjar Ingason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Þór Grétarsson var aðalmarkvörður Kórdrengja þegar tímabilið í ár hófst. Andri meiddist illa og náði ekkert að spila eftir fyrstu leiki Kórdrengja í Mjólkurbikarnum.

Andri sleit hásin í maí og er ekki byrjaður að æfa fótbolta aftur. „Þetta er mikill missir, að mínu mati besti keeperinn í Lengjudeildinni og finnst hann vera á Pepsi leveli," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, við Fótbolta.net þegar ljóst varð að Andri yrði ekki meira með á tímabilinu.

Sjá einnig:
Kórdrengir vita ekki hvar þeir spila á næsta tímabili
„Gefur auga leið að við þurfum að styrkja okkur frekar"

Fótbolti.net ræddi við Davíð um Andra, Albert Brynjar Ingason og Davíð Þór Ásbjörnsson í dag. Albert er mættur heim í Árbæinn, samdi við Fylki í haust og óvíst er með framtíð Davíðs Þórs eftir að hann kinnbeinsbrotnaði í ágúst.

„Andri er byrjaður að geta æft aðeins núna, ekkert með bolta en er byrjaður að taka á því í ræktinni. Ég veit ekki hvenær hann getur byrjað í bolta en það gæti orðið í febrúar," sagði Davíð.

Hann sagði frá því að Alexander Pedersen, sem Kórdrengir fengu í markið um mitt sumar, verði ekki áfram. Vonist þið til þess að Andri verði ykkar aðalmarkmaður á næsta tímabili?

„Við eigum eftir að ræða við hann um samning og slíkt en auðvitað er hann hörku-hörkumarkmaður og það voru vonir bundnar við hann. Það er vonandi að hann nái sér að fullu og ef hann gerir það þá efast ég ekki um að hann er hörkumarkmaður."

Voru vonbrigði að missa Albert Brynjar?

„Það er svolítið erfitt að svara þessu. Hann var náttúrulega fyrirliði liðsins og gaf liðinu gríðarlega mikið. Það er mikill missir af honum þannig en auðvitað er Albert meiddur og það á eftir að koma í ljós hvernig sá bati mun fara," sagði Davíð.

Eru fleiri lykilmenn sem verða ekki áfram?

„Það er mjög tvísýnt með Davíð, hvort hann geti haldið áfram í fótbolta eða ekki. Það á eftir að koma í ljós. Hann fékk mjög þungt höfuðhögg og bæði kinnbeinsbrotnaði og kjálkabrotnaði og fékk alvarlegan heilahristing. Við gefum honum fullan skilning á því að fá tíma til að skoða sín mál. En ég veit það að ef hann heldur áfram þá verður það hjá okkur, það er alveg klárt mál," sagði Davíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner