
Þýskir fjölmiðlar fara ekki fögrum orðum um þýska landsliðið í umfjöllun sinni í dag, degi eftir að liðið féll úr leik á HM.
Þjóðverjar hafa núna ollið vonbrigðum á síðustu þremur stórmótum. Liðið fór í undanúrslit á EM 2016, en síðan þá hefur liðið dottið út í riðlinum á tveimur heimsmeistaramótum í röð og í 16-liða úrslitunum á EM 2020.
Þjóðverjar hafa núna ollið vonbrigðum á síðustu þremur stórmótum. Liðið fór í undanúrslit á EM 2016, en síðan þá hefur liðið dottið út í riðlinum á tveimur heimsmeistaramótum í röð og í 16-liða úrslitunum á EM 2020.
Þetta er ekki boðlegur árangur í Þýskalandi og skrifar Bild, einn stærsti fjölmiðillinn þar í landi, í umfjöllun sinni: „Hversu vandræðalegt? Við erum úr leik."
„Í annað skiptið í röð missir Þýskaland af útsláttarkeppninni... þetta er til skammar."
Frankfurter Allgemeine Zeitung tekur í svipaðan streng. „Þýskur fótbolti er á botninum aftur, fjórum árum eftir sögulega slakan árangur."
Þjóðverjar eru klárlega eitt af þeim liðum sem olli hvað mestum vonbrigðum á þessu móti.
Sjá einnig:
Griezmann svarar Kimmich: Þú ert frábær leikmaður
Athugasemdir