Dregið var í riðlakeppni Evrópumótsins í Hamburg í Þýskalandi í dag en nú er ljóst hvaða þjóðum Ísland myndi mæta ef það vinnur umspilið í mars.
Ísland þarf að vinna Ísrael og síðan annað hvort Úkraínu eða Bosníu í úrslitum til að komast á lokamótið.
Ef það gerist mun Ísland spila í E-riðli með Belgíu, Rúmeníu og Slóvakíu.
B-riðill er sterkastur. Ítalía, Króatía og Spánn verða saman í riðli ásamt Albaníu.
Englendingar eru í C-riðli með Danmörku, Slóveníu og Serbíu, á meðan Frakkar eru í D-riðli með Hollendingum, Austurríki og svo kemur fjórða liðið úr A-deildarumspilinu.
Drátturinn:
A-riðill:
Þýskaland
Skotland
Ungverjaland
Sviss
B-riðill:
Ítalía
Króatía
Spánn
Albanía
C-riðill:
England
Danmörk
Slóvenía
Serbía
D-riðill:
Austurríki
Frakkland
Holland
Wales, Pólland, Eistland eða Finnland.
E-riðill:
Belgía
Slóvakía
Rúmenía
Ísland, Ísrael, Bosnía eða Úkraína.
F-riðill:
Tékkland
Portúgal
Tyrkland
Georgía, Grikkland, Kasakstan eða Lúxemborg.
Athugasemdir