Íslenska kvennalandsliðið mætir Dönum í vináttuleik á Pinatar-leikvanginum í Murcia á Spáni í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans.
Leikurinn er sá síðasti sem landsliðið spilar á þessu ári og er hluti af undirbúningnum fyrir Evrópumótið í Sviss.
Ísland gerði markalaust jafntefli við Kanada fyrir helgi og spilar nú við sterkt landslið Danmerkur.
Þjóðirnar mættust síðast í Þjóðadeildinni á síðasta ári. Danmörk vann fyrri leikinn á Laugardalsvelli, 1-0, en Ísland tók sigur í síðari leiknum með sömu markatölu.
Leikurinn er sá síðasti sem landsliðið spilar á þessu ári og er hluti af undirbúningnum fyrir Evrópumótið í Sviss.
Ísland gerði markalaust jafntefli við Kanada fyrir helgi og spilar nú við sterkt landslið Danmerkur.
Þjóðirnar mættust síðast í Þjóðadeildinni á síðasta ári. Danmörk vann fyrri leikinn á Laugardalsvelli, 1-0, en Ísland tók sigur í síðari leiknum með sömu markatölu.
Leikur dagsins:
17:00 Ísland - Danmörk (Pinatar-leikvangurinn)
Athugasemdir