Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
   fös 03. janúar 2020 10:04
Elvar Geir Magnússon
Leiðtoginn Rooney tekur við bandinu til frambúðar
Sóknarleikmaðurinn Wayne Rooney fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í fyrsta leiknum með Derby, sigrinum gegn Barnsley í gær.

Will Unwin, íþróttafréttamaður Guardian, hrósar leiðtogahæfileikum Rooney. Þessi 34 ára leikmaður tók við fyrirliðabandi Derby og hafði mikil áhrif á spilamennsku liðsins.

Phillip Cocu, stjóri Derby, staðfestir að Rooney sé orðinn fyrirliði liðsins til frambúðar.

„Í augum margra er hann markaskorari en skilningur hans á leiknum er ótrúlegur. Ég er hrifinn af spilamennsku hans því hann er ekki upptekinn af sjálfum sér, hann vinnur líka að því að koma samherjum sínum í góðar stöður," segir Cocu.

Rooney lagði upp mark í leiknum og átti einnig þátt í hinu marki Derby.

Derby er í 17. sæti í Championship-deildinni en það eru átta stig upp í umspilssæti. Hlutirnir geta verið fljótir að breytast í þessari deild og möguleiki á umspili er enn til staðar. Bjartsýnin hefur allavega aukist eftir komu Rooney.


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 15 10 4 1 40 13 +27 34
2 Middlesbrough 15 8 5 2 19 13 +6 29
3 Stoke City 15 8 3 4 21 10 +11 27
4 Preston NE 15 7 5 3 20 14 +6 26
5 Hull City 15 7 4 4 26 24 +2 25
6 Millwall 15 7 4 4 17 20 -3 25
7 Ipswich Town 14 6 5 3 26 16 +10 23
8 Bristol City 15 6 5 4 22 18 +4 23
9 Charlton Athletic 15 6 5 4 16 12 +4 23
10 Derby County 15 6 5 4 20 19 +1 23
11 Birmingham 15 6 3 6 20 17 +3 21
12 Leicester 15 5 6 4 18 16 +2 21
13 Wrexham 15 5 6 4 20 19 +1 21
14 West Brom 15 6 3 6 14 16 -2 21
15 Watford 15 5 5 5 19 18 +1 20
16 QPR 15 5 4 6 17 23 -6 19
17 Southampton 15 4 6 5 18 21 -3 18
18 Swansea 15 4 5 6 15 19 -4 17
19 Blackburn 14 5 1 8 14 19 -5 16
20 Portsmouth 15 3 5 7 12 20 -8 14
21 Oxford United 15 3 4 8 16 22 -6 13
22 Sheffield Utd 15 3 1 11 11 26 -15 10
23 Norwich 15 2 3 10 14 23 -9 9
24 Sheff Wed 15 1 5 9 12 29 -17 -4
Athugasemdir
banner
banner