Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 03. janúar 2020 14:13
Elvar Geir Magnússon
Mourinho á von á slæmum fréttum af Kane
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segist búast við slæmum fréttum af meiðslum sóknarmannsins Harry Kane.

Kane meiddist afan í læri í 1-0 tapinu gegn Southampton á fyrsta degi ársins.

„Við höfum ekki fengið nýjar upplýsingar um meiðslin en þær gætu komið í dag," segir Mourinho.

„Í hreinskilni sagt þá býst ég við vondum fréttum. Miðað við hvernig leikmanninum leið og hvernig hann yfirgaf leikinn þá er ég ekki bjartsýnn. Það tók hann ekki tvær sekúndur að gera sér grein fyrir alvarleikanum."

Kane meiddist aftan í læri á 73. mínútu en hann sást síðar fara heim á hækjum.
Athugasemdir
banner