sun 03. janúar 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Roy Keane: Ég held mig við Liverpool
Roy Keane.
Roy Keane.
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, telur enn að Liverpool sé líklegasta liðið til að verða Englandsmeistari.

Keane var sérfræðingur á Sky Sports í kvöld og var þar spurður út í það hvaða lið hann telur að verði Englandsmeistari en það er mikil spenna í ensku úrvalsdeildinni akkúrat núna.

„Ég held mig við Liverpool," sagði Keane. „United er að standa sig vel. Deildin hefur ekki verið eins spennandi síðustu 15-20 árin."

„Leicester, Tottenham eru líka með í baráttunni. Ég sagði fyrir tveimur mánuðum að Liverpool og Man City myndu enda sem efstu tvö liðin og ég held mig við það."

Liverpool og Man Utd eigast við á Anfield þann 17. janúar næstkomandi í toppbaráttuslag.

Sjá einnig:
Fyrrum miðjumaður Liverpool ánægður að sjá United í toppbaráttuni


Athugasemdir
banner
banner
banner