Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. janúar 2023 23:41
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu atvikin sem Arteta er að tala um - „Bæði víti"
Andy Madley átti erfitt kvöld
Andy Madley átti erfitt kvöld
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, telur að liðið hafi verið rænt tveimur augljósum vítaspyrnum í markalausa jafnteflinu gegn Newcastle, en hvaða tvö atvik er hann að tala um?

Fyrra atvikið sem Arteta talaði um átti sér stað á 58. mínútu eftir mikinn barning í teignum.

Dan Burn, varnarmaður Newcastle, greip í treyju brasilíska varnarmannsins Gabriel áður en sá síðarnefndi féll í grasið. Andy Madley, dómari leiksins, sá ekkert athugavert við það.

Undir lok leiks vildu heimamenn fá annað víti er Jacob Murphy virtist handleika knöttinn í teignum eftir fyrirgjöf Granit Xhaka, en VAR stóð aftur með dómaranum og niðurstaðan markalaus.

Sjáðu síðara atvikið hér


Athugasemdir
banner
banner
banner