Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 09:40
Elvar Geir Magnússon
Chukwuemeka er í Þýskalandi
Mynd: EPA
BBC greinir frá því að Carney Chukwuemeka sé í Þýskalandi þar sem verið er að ganga frá láni frá Chelsea til Borussia Dortmund.

Þessi tvítugi miðjumaður er á leið í læknisskoðun en búist er við því að gengið verði frá skiptum fyrir gluggalok.

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, er að tálga niður stóran leikmannahóp sinn.

Somto Boniface, varnarmaður úr akademíu Chelsea, er meðal leikmanna sem eru á förum en hann verður væntanlega keyptur til Ipswich.

Gluggadagurinn er í fullum gangi. Glugganum verður lokað á Englandi klukkan 23:00 og á sama tíma á Spáni og Ítalíu. Í Þýskalandi verður lokað klukkan 17 og í Frakklandi klukkan 22.
Athugasemdir
banner
banner
banner