Gluggadagurinn er í fullum gangi. Glugganum verður lokað á Englandi klukkan 23:00 og á sama tíma á Spáni og Ítalíu. Í Þýskalandi verður lokað klukkan 17 og í Frakklandi klukkan 22.
Nizaar Kinsella, fréttamaður BBC, tók saman hvaða leikmenn gætu yfirgefið Chelsea í dag. Leikmannahópur félagsins er gríðarlega stór.
Nizaar Kinsella, fréttamaður BBC, tók saman hvaða leikmenn gætu yfirgefið Chelsea í dag. Leikmannahópur félagsins er gríðarlega stór.
- Búist er við því að varnarmaðurinn Ben Chilwell fari til Crystal Palace.
- Aston Villa og Tottenham hafa áhuga á að fá varnarmanninn Axel Disasi lánaðan.
- Líklegt er talið að Joao Felix fari til AC Milan, það virðist þó keyrt áfram af umboðsmanni hans og óvíst hvort Chelsea samþykki.
- Christopher Nkunku er orðaður við Bayern München og Manchester United en samkvæmt heimildum BBC er ólíklegt að hann færi sig um set í dag.
- Sögusagnir eru um að Carney Chukwuemeka hafi ferðast til Þýskalands þar sem hann verði lánaður til Borussia Dortmund.
- Marseille er í viðræðum um varnarmanninn Aaron Anselmino en það gæti ráðist af stöðu Disasi.
- Somto Boniface, varnarmaður úr akademíu Chelsea, verður væntanlega keyptur til Ipswich.
Það er ekki líklegt að Chelsea fái inn leikmann í dag þó sögusagnir hafi verið í gangi í glugganum um Alejandro Garnacho, Jamie Gittens og Mathys Tel.
Athugasemdir