Þýska félagið Borussia Dortmund hefur fest kaup á þýska markverðinum Diant Ramaj frá Ajax og lánað hann til danska félagsins FCK út tímabilið.
Þessi 23 ára gamli markvörður hefur spilað með Ajax síðustu tvö árin en hann kom til félagsins frá Eintracht Frankfurt.
Ramaj var einn af ljósu punktunum í liði Ajax á síðasta tímabili er liðið hafnaði í 5. sæti deildarinnar.
Á þessu tímabili missti hann sæti sitt Remko Pasveer og lék aðeins einn leik í deildinni.
Borussia Dortmund hefur nú keypt markvörðinn fyrir 5 milljónir evra og lánað hann til FCK út leiktíðina.
Hann verður því fjórði markvörðurinn í leikmannahópi FCK en fyrir hjá félaginu eru þeir Nathan Trott, Theo Sander og Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnari er frjálst að fara frá FCK en hann hefur verið orðaður við Lyngby síðustu daga, en ekki er líklegt að hann fari þangað þar sem Lyngby sótti í dag Jonathan Ægidius frá Bröndby.
Welcome, Ramaj! ????
— Borussia Dortmund (@BlackYellow) February 3, 2025
Borussia Dortmund have signed 23-year-old goalkeeper Diant Ramaj from Ajax on a four-and-a-half-year deal.
He will immediately go on loan to Danish league leaders FC Copenhagen until the end of the season. pic.twitter.com/RPxTKRIzzp
Athugasemdir