Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mathys Tel getur ekki farið til Tottenham núna"
Mathys Tel.
Mathys Tel.
Mynd: EPA
Mathys Tel hefur snúist hugur; hann er að ganga í raðir Tottenham á láni frá Bayern München.

Tel hefur verið orðaður við Manchester United, Arsenal og Tottenham síðustu daga.

Á föstudag var sagt frá því að Tel hefði hafnað tækifærinu á að fara til Tottenham en ljóst er að hann hefur skipt um skoðun. Þá voru félögin búin að semja um varanleg félagaskipti en nú er sagt að um lánssamning sé að ræða.

Paul Merson, sérfræðingur Sky Sports, telur að Tel verði ekki vinsæll hjá Tottenham út af aðdraganda þessara félagaskipta.

„Mathys Tel getur ekki farið til Tottenham núna. Stuðningsmennirnir verða ekki ánægðir með það. Hann vildi fyrst ekki fara og svo koma hin þrjú félögin ekki á eftir honum. Þetta lítur ekki vel út og stuðningsmennirnir verða ekki ánægðir," segir Merson.
Athugasemdir
banner
banner