Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 11:03
Elvar Geir Magnússon
Nkunku ekki á förum
Christopher Nkunku.
Christopher Nkunku.
Mynd: Getty Images
Kaveh Solhekol, fréttastjóri á Sky Sports News, fullyrðir að Christopher Nkunku verði áfram hjá Chelsea. Bayern München og Manchester United hafa sýnt Frakkanum áhuga.

Chelsea er að spila gegn West Ham í kvöld og Sky segir að ekkert bendi til þess að leikmaðurinn færi sig um set áður en glugganum verður lokað.

Í gærkvöldi var greint frá því að ólíklegt væri að Nkunku færi á Old Trafford.

Nkunku hefur þurft að sætta sig við að vera mikið á bekknum hjá Chelsea að undanförnu.

Gluggadagurinn er í fullum gangi. Glugganum verður lokað á Englandi klukkan 23:00 og á sama tíma á Spáni og Ítalíu. Í Þýskalandi verður lokað klukkan 17 og í Frakklandi klukkan 22.
Athugasemdir
banner
banner
banner