Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 03. mars 2021 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjarni Ólafur spilaði með Grindavík
Lengjudeildin
Bjarni í leik með ÍBV gegn Grindavík síðasta sumar.
Bjarni í leik með ÍBV gegn Grindavík síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum landsliðsmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson spilaði æfingaleik með Grindavík á dögunum.

Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.

„Í vikunni voru þeir að spila æfingaleik. Það var hálfpartinn eitthvað varalið hjá þeim en í þeim leik spilaði Bjarni Ólafur Eiríksson með Grindavík," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Hann er enn biti á lausu og hann og Sigurbjörn Hreiðarsson (þjálfari Grindavíkur) þekkjast ágætlega. Það gæti verið síðasta púslið í þetta," sagði Tómas Þór Þórðarson.

Bjarni Ólafur er 38 ára gamall og hefur lengst af spilað með Val á ferli sínum. Hann var í ÍBV síðasta sumar en yfirgaf félagið eftir að síðasta tímabil kláraðist.

Hann sagði í samtali við Fótbolta.net í október síðastliðnum að hann ætlaði sér að spila áfram fótbolta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner