Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. mars 2021 22:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Einn leiðinlegasti leikur tímabilsins
Palace fékk besta færið undir lokin.
Palace fékk besta færið undir lokin.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace 0 - 0 Manchester Utd

Crystal Palace og Manchester United áttust við í einum slakasta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni á Selhurst Park í kvöld.

Það er ekki mikið hægt að segja um þennan leik fyrir utan það að það var ekki mikið sem gerðist, það voru lítil gæði og mikil þoka á vellinum.

Mason Greenwood átti fína tilraun á 81. mínútu sem fór yfir markið. Patrick van Aanholt, bakvörður Palace, fékk svo besta færi leiksins stuttu síðar eftir sendingu frá Luka Milivojevic. Hann var einn gegn Dean Henderson, markverði Man Utd, en Henderson lokaði á hann og bjargaði stiginu fyrir gestina frá Manchester.

Man Utd er í öðru sæti deildarinnar, 14 stigum á eftir toppliði Manchester City en þau toppliðin tvö mætast um helgina. Palace er áfram í 13. sæti deildarinnar.

Önnur úrslit í kvöld:
England: Jafnt á Turf Moor - Villa saknar Grealish
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner