mið 03. mars 2021 11:00 |
|
Liverpool og Chelsea endurheimta menn fyrir risaleik
Liverpool og Chelsea mætast á Anfield annað kvöld í risaleik í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Liverpool hefur fengið góðar fréttir þar sem Fabinho, Alisson og Diogo Jota verða væntanlega allir klárir í leikinn á morgun.
Alisson var ekki með gegn Sheffield United á sunnudag eftir að faðir hans lést í síðustu viku. Fabinho hefur misst af síðustu leikjum vegna meiðsla og Jota hefur ekker spilað síðan í desember.
Jota byrjaði að æfa á ný í síðustu viku en hann var veikur gegn Sheffield United á sunnudag. Vonir standa til að hann spili á morgun.
Hjá Chelsea er Thiago Silva byrjaður að æfa á fullu eftir að hafa verið frá keppni síðan í byrjun síðasta mánaðar.
Þá æfði Callum Hudson-Odoi í gær þrátt fyrir að hann hafi farið meiddur af velli í hálfleik gegn Manchester United um helgina.
Alisson var ekki með gegn Sheffield United á sunnudag eftir að faðir hans lést í síðustu viku. Fabinho hefur misst af síðustu leikjum vegna meiðsla og Jota hefur ekker spilað síðan í desember.
Jota byrjaði að æfa á ný í síðustu viku en hann var veikur gegn Sheffield United á sunnudag. Vonir standa til að hann spili á morgun.
Hjá Chelsea er Thiago Silva byrjaður að æfa á fullu eftir að hafa verið frá keppni síðan í byrjun síðasta mánaðar.
Þá æfði Callum Hudson-Odoi í gær þrátt fyrir að hann hafi farið meiddur af velli í hálfleik gegn Manchester United um helgina.

Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
13:00
09:16