Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 03. mars 2024 14:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Man City og Man Utd: De Bruyne byrjar - Tvær breytingar hjá Ten Hag
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Það er grannaslagur í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Man City fær Man Utd í heimsókn.


Kevin De Bruyne er í byrjunarliðinu en hann hafði ekki spilað mikið í undanförnum leikjum fram að leiknum gegn Luton í enska bikarnum í vikunni.

Þar spilaði hann allan leikinn og átti fjórar stoðsendingar á Erling Haaland sem skoraði fimm mörk. Hann er á sínum stað í byrjunarliðinu í dag.

Erik ten Hag gerir tvær breytingar á sínu liði frá því að United vann Nottingham Forest í enska bikarnum í vikunni. Kobbie Mainoo og Jonny Evans koma inn í liðið fyrir Sofyan Ambrabat og Antony. Þeir fá sér sæti á bekknum.

Man City: Ederson, Walker (C), Stones, Dias, Ake, Rodrigo, De Bruyne, Bernardo, Foden, Doku, Haaland.

Man Utd: Onana, Dalot, Varane, Evans, Lindelof, Mainoo, Casemiro, McTominay, Fernandes, Rashford, Garnacho.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner