Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
banner
   sun 03. mars 2024 21:41
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: Ólöf og Valgerður kláruðu Einherja í Boganum
Kvenaboltinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Einherji 1 - 4 KR
0-1 Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir ('23 )
1-1 Claudia Maria Daga Merino ('41 )
1-2 Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir ('80 )
1-3 Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir ('86 )
1-4 Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir ('88 )

KR-ingar eru áfram með fullt hús stiga eftir 4-1 sigur liðsins á Einherja í riðli 2 í C-deild Lengjubikars kvenna í Boganum í dag.

Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir og Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir sáu um markaskorun KR-inga í dag. Valgerður skoraði fyrsta markið á 23. mínútu áður en Einherji svaraði með marki Claudiu Mariu Daga Merino undir lok fyrri hálfleiks.

Valgerður kom KR-ingum aftur í forystu þegar tíu mínútur voru eftir og bætti þá Ólöf Freyja við tveimur mörkum á tveimur mínúntum á lokamínútunum.

KR er á toppnum með sex stig eftir tvo leiki en Einherji án stiga í botnsæti riðilsins.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner