Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   lau 03. apríl 2021 22:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað er að frétta af Diego Jóhannessyni?
Diego var í íslenska landsliðinu 2017 í æfingaferð í Katar.
Diego var í íslenska landsliðinu 2017 í æfingaferð í Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur ekki mikið frést af Diego Jóhannessyni síðustu mánuði en hann hefur þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu hjá Real Oviedo, félagi sínu á Spáni.

Diego, sem er 27 ára gamall, er ekki mikið inn í myndinni hjá Oviedo og er aðeins búinn að spila 157 mínútur í spænsku B-deildinni á þessari leiktíð.

Hann sat í dag allan tímann á bekknum þegar Oviedo tapaði fyrir Castellón, 1-0. Oviedo er í 14. sæti af 22 liðum í spænsku B-deildinni.

Diego á íslenskan föður og á að baki þrjá A-landsleiki fyrir Íslandi, en hann spilaði síðasta landsleik sinn 2017.

Það hefur ekki verið mikið talað um Diego í sambandi við íslenska landsliðið upp á síðkastið þó það sé ákveðinn skortur á hægri bakvörðum í landsliðinu.

Fréttamaður Fótbolta.net heyrði aðeins í Diego í dag og spurði hann lauslega út í stöðuna. Hann sagði að samningur sinn væri að klárast í lok júní og þá muni hann finna sér nýtt félag, eins og staðan er núna. Hann er ekki enn viss um það hvert hann er að fara.

Diego er ekki hættur að hugsa um íslenska landsliðið en segist þurfa að spila með félagsliði sínu til þess að geta verið í umræðunni. „Ég væri hæstánægður að vera í landsliðinu en það er erfitt fyrir mig núna því ég er ekkert að spila," segir Diego sem skilur ensku vel, en segir erfiðara að tala hana.

Alfons Sampsted og Birkir Már Sævarsson voru hægri bakverðir Íslands í síðasta verkefni.
Athugasemdir
banner
banner
banner