Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. apríl 2021 20:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu hjólhestaspyrnu Axels - Dæmt af er boltinn fór í netið
Mynd: Riga
Varnarmaðurinn Axel Óskar Andrésson var á skotskónum í Lettlandi í dag en því miður fékk ekki stórglæsilegt mark hans að standa.

Axel Óskar var í byrjunarliði Riga sem valtaði yfir Spartaks, 6-1, í þriðju umferð lettnesku deildarinnar.

Riga komst í 2-0 í fyrri hálfleik, Axel skoraði með hjólhestaspyrnu á 13. mínútu en vítaspyrna var dæmd fyrir brot annars staðar í teignum. Axel lagði svo upp annað markið með fyrirgjöf eftir misheppnaða horsnpyrnu á 28. mínútu.

Það er leiðinlegt fyrir Axel að markið hafi ekki fengið að standa því það var stórglæsilegt hjá honum. Ekki oft sem það sjást svona taktar hjá miðverði.

Dómarinn flautaði í þann mund er boltinn fór í netið en hægt er að sjá það helsta úr leiknum hér að neðan. Mark Axels kemur eftir um 20 sekúndur í myndbandinu.


Athugasemdir
banner