Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 03. júní 2019 20:59
Brynjar Ingi Erluson
Anton Ari kemur af fjöllum: Veit ekkert hvaðan þessar fréttir koma
Anton Ari veit ekki til þess að Valur hafi samþykkt tilboð í hann
Anton Ari veit ekki til þess að Valur hafi samþykkt tilboð í hann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton Ari EInarsson, markvörður Vals í PepsiMax-deildinni, blæs á þær sögusagnir um að hann sé á leið í Breiðablik. Hann sagði frá þessu í samtali við Fótbolta.net í kvöld.

Fréttablaðið greindi frá því í kvöld að Anton væri á leið í Breiðablik og að hann myndi ganga til liðs við félagið í júlígluganum.

Anton var aðalmarkvörður Vals er liðið varð Íslandsmeistari árið 2017 og 2018 en hann gekk til liðs við félagið árið 2014.

Markvörðurinn knái hefur þurft að verma tréverkið eftir að Hannes Þór Halldórsson gekk til liðs við Val en hann kannast ekkert við það að hann sé á leið í Kópavoginn og blæs á þær sögusagnir.

„Ég hef ekki fengið neitt samningstilboð frá Breiðabliki og veit ekki til þess að Valur hafi samþykkt tilboð í mig. Ég veit ekkert hvaðan þessar fréttir koma," sagði Anton Ari við Fótbolta.net í kvöld.

Anton hefur spilað einn leik í PepsiMax-deildinni á tímabilinu og þá varði hann mark Vals í Meistarakeppni KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner