Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. júní 2022 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Beale var sagður „heilinn" í þjálfarateymi Gerrard
Steven Gerrard og Michael Beale.
Steven Gerrard og Michael Beale.
Mynd: Getty Images
Neil Critchley.
Neil Critchley.
Mynd: Getty Images
Það var tilkynnt í gær að Michael Beale væri hættur sem aðstoðarþjálfari Aston Villa til þess að taka við sem knattspyrnustjóri QPR í ensku Championship-deildinni.

Þetta gæti reynst afar vont fyrir Aston Villa.

Beale hefur unnið lengi með Steven Gerrard, stjóra Villa. Þeir störfuðu báðir hjá Liverpool, voru saman hjá Rangers í Skotlandi og svo fór Beale með þegar Gerrard var ráðinn stjóri Aston Villa í fyrra.

Samkvæmt grein The Athletic þá hefur Beale lagt gríðarlega mikla vinnu á sig á bak við tjöldin hjá Villa. Hann hefur fengið viðurnefnið „heilinn" á æfingasvæði Villa. Skarðið sem hann skilur eftir sig er sagt stórt og skilur það eftir spurningar.

Samkvæmt grein The Athletic þá hefur rödd Beale verið sú háværasta á æfingasvæðinu hjá Villa. Sjálfur hefur Gerrard talað um það að það muni taka hann 20 ár að verða eins góður þjálfari og Beale út á velli. Hann er sagður mjög klár þegar kemur að leikfræði og taktík.

Beale hefur fengið mörg tækifæri til þess að taka við sem knattspyrnustjóri, en hann ákvað svo að stökkva á eitt slíkt tækifæri núna.

Gerrard, sem er mikill leiðtogi, hefur alltaf verið með Beale sér við hlið til þess að aðstoða við þjálfunina. Hversu miklu máli skipti hann fyrir Gerrard? Það á eftir að koma nákvæmlega í ljós.

Búið að ráða arftakann
Það var greint frá því í breskum fjölmiðlum í gær að Gerrard væri búinn að arftaka Beale og kemur sá einnig úr Liverpool skólanum ef svo má segja.

Neil Critchley er hættur sem stjóri Blackpool og er orðinn aðstoðarmaður Gerrard. Critchley vann með Gerrard í akademíu Liverpool og hefur náð eftirtektarverðum árangri með Blackpool síðan hann tók við þar árið 2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner