lau 03. júní 2023 14:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Danmörk: Freysa og Lyngby tókst kraftaverkið
Það er væntanlega skálað í dag
Það er væntanlega skálað í dag
Mynd: Getty Images

Lyngby heldur sæti sínu í efstu deild í Danmörku eftir magnaða lokaumferð í dag.


Liðið var í næst neðsta sæti fyrir umferðina og mætti botnliði Horsens í Íslendingaslag.

Kolbeinn Finsson og Sævar Atli Magnússon voru í byrjunarliði Lyngby á meðan Aron Sigurðarson var í byrjunarliði Horsens. Freyr Alexandersson stýrir liði Lynby.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli svo Lyngby þurfti að treysta á sigur Silkeborg gegn AaB.

Stefán Teitur Þórðarson var ekki í liði Silkeborg vegna meiðsla. Eina mark leiksins kom þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en það var Silkeborg sem skoraði það. Það þýðir að Lyngby heldur sæti sínu í deildinni á magnaðan hátt.

Horsens fellur ásamt AaB. Elías Rafn Ólafsson og félagar fara í umspil um sæti í Sambandsdeildinni og mæta þar AGF eða Viborg.

Elías var á bekknum í dag þegar liðið vann Odense 4-2. Aron Elís Þrándarson var í byrjunarliði Odense.


Athugasemdir
banner
banner