Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 03. júní 2023 10:34
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 Sport 
Gulli Jóns og Helgi Seljan ósammála - „Gulli come the fuck on“
Arnar í viðtalinu umrædda.
Arnar í viðtalinu umrædda.
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, lét Ívar Orra Kristjánsson dómara heyra það eftir jafnteflið gegn Breiðabliki í gær, þar sem Víkingur missti niður tveggja marka forystu í uppbótartíma.

„Ívar Orri var ömurlegur, ömurlegur. Hreinasta skömm," sagði Arnar meðal annars í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport strax eftir leik.

Reyndar lét Arnar íslenska dómarahópinn í heild sinni heyra það í viðtalinu: „Maður reynir að tala við þessa gaura en þeir eru jafn heilagir og páfinn. Þeir þykjast svo ekkert vita og benda bara á hvorn annan."

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Víkingur R.

Strax eftir viðtalið velti Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður því fyrir sér hvort viðtalið færi á borð aganefndar. Gunnlaugur, sem tók viðtalið, vill ekki sjá Arnar fara í bann.

„Að ætla að dæma Arnar Gull í bann fyrir ummæli sín eftir leikinn væri glapræði. Það mun hafa skelfileg áhrif - enginn þjálfari mun gefa kost á sér í viðtal strax eftir leik og það mun einnig hafa áhrif inn í handboltann og körfuboltann," skrifar Gunnlaugur á Twitter.

Fréttamaðurinn Helgi Seljan blandar sér í umræðuna og svarar Gunnlaugi:

„Gulli come the fuck on. Arnar bæði fór með rangt mál og yfir öll eðlileg mörk gagnvart Ívari í þessu viðtali. Og hann veit það eflaust best sjálfur. Hver á að nenna að gefa sig í dómgæslu ef þetta er látið slæda, gæti maður heldur spurt sig," skrifar Helgi.

Í viðtalinu segir Arnar að ein og hálf mínúta hafi verið komin yfir uppgefinn uppbótartíma. Rétta er að það voru 40 sekúndur komnar fram yfir þegar jöfnunarmarkið kom og telja ýmsir að það sé eðlilegt, meðal annars í ljósi þess að Breiðablik hafði skorað fyrra mark sitt í uppbótartímanum.

Sjá einnig:
„Hefði átt að punda á sína menn frekar en dómarann“



Athugasemdir
banner
banner