Cesare Casadei, leikmaður Chelsea á Englandi, er markahæstur á HM U20 sem fer fram í Argentínu en hann bæði skoraði og lagði upp í 3-1 sigri Ítalíu á Kólumbíu í 8-liða úrslitum mótsins í kvöld.
Casadei er tvítugur miðjumaður sem kom til Chelsea frá Inter á síðasta ári.
Hann eyddi síðari hluta tímabilsins á láni hjá Reading í B-deildinni en hann hefur farið hamförum á HM í Argentínu og er markahæsti maður mótsins.
Hann skoraði fyrsta mark Ítalíu gegn Kólumbíu í kvöld og lagði upp annað markið í 3-1 sigri.
Casadei er nú með 6 mörk og 2 stoðsendingar í mótinu en Ítalía mætir annað hvort Suður-Kóreu eða Nígeríu í undanúrslitum.
A goal and assist for Casadei as Italy lead Colombia 2-0.
— Vince™ (@Blue_Footy) June 3, 2023
Casadei now has 6 goals in the tournament, making him Italy’s record scorer at FIFA U20 World Cup. pic.twitter.com/ZHZ5Pa8VUa
Athugasemdir