Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   lau 03. júní 2023 23:15
Brynjar Ingi Erluson
Miðjumaður Chelsea með flest mörk á HM í Argentínu
Cesare Casadei er með sex mörk og tvær stoðsendingar á HM
Cesare Casadei er með sex mörk og tvær stoðsendingar á HM
Mynd: EPA
Cesare Casadei, leikmaður Chelsea á Englandi, er markahæstur á HM U20 sem fer fram í Argentínu en hann bæði skoraði og lagði upp í 3-1 sigri Ítalíu á Kólumbíu í 8-liða úrslitum mótsins í kvöld.

Casadei er tvítugur miðjumaður sem kom til Chelsea frá Inter á síðasta ári.

Hann eyddi síðari hluta tímabilsins á láni hjá Reading í B-deildinni en hann hefur farið hamförum á HM í Argentínu og er markahæsti maður mótsins.

Hann skoraði fyrsta mark Ítalíu gegn Kólumbíu í kvöld og lagði upp annað markið í 3-1 sigri.

Casadei er nú með 6 mörk og 2 stoðsendingar í mótinu en Ítalía mætir annað hvort Suður-Kóreu eða Nígeríu í undanúrslitum.


Athugasemdir
banner
banner
banner