lau 03. júní 2023 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Neitaði að gagnrýna De Gea
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn David De Gea var gagnrýndur eftir 2-1 tap Manchester United gegn Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins á Wembley í dag.

Spekingar eru á því að De Gea hafi átt að gera betur í öðru marki Man City.

Ilkay Gündogan átti kraftlítið skot sem fór á milli varnarmanna og í vinstra hornið.

De Gea var illa staðsettur og sá líklega boltann seint en hann var þá með aðra hendi í boltanum en tókst ekki að koma í veg fyrir að boltinn færi í netið.

Erik ten Hag, stjóri United, vildi ekki fara í það að gagnrýna De Gea sem vann gullhanskann fyrir liðið í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.

Gert er ráð fyrir því að Ten Hag fái inn annan markvörð í sumar til að berjast við De Gea. Spánverjinn verður áfram í herbúðum félagsins og mun skrifa undir nýjan samning á næstu dögum.

„Ég vil ekki ræða gagnrýni. Við höfum átt frábært tímabil og þar er De Gea með talinn.“

„Ef pælir í því þá höfðum við og Man City bæði unnið 42 leiki á tímabilinu en núna er City með einn sigur á okkur. Þannig þessi leikur í dag er munurinn. Við höfum spilað frábærlega og betur en allir bjuggust við. Við erum komnir í Meistaradeildina, unnum bikar og komumst í annan úrslitaleik
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner