Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
Birta Georgs: Hugsa um einn leik í einu og spyrja svo að leikslokum.
Ákvörðun sem kom Matta á óvart - „Ekki mitt að tala um, hann verður að svara fyrir þetta"
Heimsóknin - Kormákur/Hvöt og Ýmir
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
Haddi Jónasar: Erum á miklu betri stað núna en við vorum á fyrir tveimur mánuðum
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Dóri Árna: Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta
Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
   fim 03. júlí 2014 14:15
Arnar Daði Arnarsson
Gummi Hreiðars fer yfir markvörsluna á HM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ochoa átti hingað til frábærustu markvörslu keppninnar á móti Brasilíu.
,,Ochoa átti hingað til frábærustu markvörslu keppninnar á móti Brasilíu.
Mynd: Twitter
Við fengum Guðmund Hreiðarsson markmannsþjálfara KR og íslenska landsliðsins til að skoða markvörsluna á HM í Brasilíu.

Við spurðum hann fyrst út í hvernig honum finnst markvarslan hafa verið heilt yfir í keppninni.

,,Upp til hópa finnst mér markvarslan hafa verið hreint mögnuð. Við höfum séð nýjar víddir og nýja markmenn sem maður hafði ekki hugmynd um. Heilt yfir hefur markvarslan verið frábær. Það sem er að gerast í þróun markvörslunnar er að allir markmennirnir eru góðir í fótbolta, það er hægt að spila á þá, sumir eru að spila framar á vellinum en maður hefur séð áður. Allir hafa þeir góðan leikskilning og standa vel í lappirnar og flestir eru ekki að selja sig í þeim færum sem maður hefur séð," sagði Guðmundur sem er ánægður með þróun mála í stöðu markvarðar. Hann nefnir til dæmis að Courtois markvörður Belgíu hafi verið útileikmaður fram að 16 ára aldurs.

,,Hann er tveir metrar á hæð og honum fannst hann vanta hraða til að geta þróað sig sem góður útileikmaður þannig hann gerðist markmaður og hann er einn af þessari kynslóð sem er frábær í fótbolta. Ég get nefnt fleiri eins og Neuer en þetta er það sem koma skal."

Guðmundur er hrifinn af hinum 29 ára gamla, Guillermo Ochoa markverði Mexíkó og segir að hann hafi komið honum hvað mest á óvart í mótinu.

,,Ég vissi að hann væri góður og ég hef séð hann spila áður. Mér finnst hann heilt yfir hafa verið í rosalega andlegu jafnvægi og allt sem hann var að gera var vel ígrundað, útpælt, úthugsað og hann lét aldrei teyma sig út í einhverja vitleysu. Frábær spyrnumaður, frábærar staðsetningar og það er engin tilviljun að hann var alltaf fyrir boltanum. Hann stóð vel og var að standa þetta af sér og átti að mínu mati hingað til frábærustu markvörslu keppninnar á móti Brasilíu."

Markvörður Þjóðverja, Manuel Neuer er í miklu uppáhaldi hjá Guðmundi og segir hann vera hreint út sagt stórkostlegan.

,,Hann hefur óbiljandi mikla trú á sér og hann er ekkert mikið að velta því fyrir sér hvað aðrir eru að hugsa. Hann er góður í fótbolta og það voru einhverjir sem töluðu um að hann hafi átt vafasamt úthlaup í síðasta leik en hann fór út. Ef hann hefði ekki farið út, þá hefði þetta litið illa út, þá hefði staðan orðið einn á móti einum en hann fór út og setti pressu á sóknarmanninn og síðan fór hann í átt að hornfánanum til að tækla boltann í burtu. Auðvitað fer um marga en ég get alveg sagt þér það að þetta er hans leikstíll. Hann spilar svona hjá Bayern. Hann spilar framarlega, hann er oft á miðjum vellinum að fá boltann í fætur, hann er stundum að skalla boltann þar og maður hefur séð það í Meistaradeildinni. Þetta kemur mér ekkert á óvart en 21 snerting fyrir utan teig er svolítið mikið," sagði Guðmundur um Neuer.

Rússinn, Igor Akinfeev hefur verið á milli tannanna á mörgum undanfarin ár. Hann var talinn vera einn efnilegasti markvörður heims. Hann var orðaður við Manchester United á tímabili en síðan hefur lítið orðið úr ferli hans.

,,Hann er góður markvörður. Ég er ekki að fara draga hann niður í eitthvað svað. Það eru flestir sem hafa verið að bíða eftir að hann nái einhverjum háum hæðum og verði einn af tíu bestu markvörðum í heimi en ég efast um að hann nái því. Hann er klárlega einn af bestu markvörðum sem eru að spila á þessu móti. Þetta eru allt góðir markmenn, það er enginn lélegur en hann er ekki að verða einn af tíu bestu úr þessu."

Það var mikið talað um markvarðarstöðuna hjá Brasilíu fyrir mót. Markvörður þeirra, Julio Cesar spilaði lítið í vetur hjá QPR í Championship deildinni og var lánaður til Toronto og spilaði þar einungis sjö leiki.

,,Það er gríðarlega mikilvægt að markmenn séu að spila hjá sínum félagsliðum. Markvarsla snýst að stórum hluta um sjálfstraust. Það er oft sagt að fótbolti sé hópíþrótt þangað til að markmaðurinn geri mistök. Markmaðurinn er því á einskis manns landi. Hann getur ekki tæklað sig inn í leikinn, hann getur ekki hlaupið og barist, hann þarf alltaf að minna sig á hvar hann stendur og hvað hann getur gert. Ég hef séð í þessari keppni hvað umræða getur farið illa með markmenn og umræðan um Julio Cesar hefur ekki farið illa með hann. Hann er reynslumikill og það hjálpar honum. Við höfum séð umræðuna um Iker Casillas sem gerði það verkum að hann spilaði ekki sitt besta mót. Ég myndi samt ekki taka svo stórt til orða að hann hafi verið út á túni. Hann var frábær í Meistaradeildinni og vann hana en auðvitað skiptir þetta allt máli og svona umræða getur togað þig niður."

Það var mikil umræða um Joe Hart, markvörð Englands í vetur. Guðmundur telur að Joe Hart hafi getað gert betur á þessu móti.

,,Ég hefði viljað sjá hann gera betur í markinu sem Suarez skoraði. Ég sé að allir markmennirnir í þeim liðum sem eru í 8-liða úrslitunum hefðu ekki tekið sénsinn eins og Hart gerði. Hann var kominn í góða grunnstöðu, hann var í það góðu jafnvægi að hann hefði átt að geta staðið og horft á boltann en hann fór til vinstri á sama tíma og Suarez skaut og boltinn fór hægra megin við hann. Færið var þröngt og hann tók sénsinn. Ég er alveg viss um það að hann er ekki sáttur með þetta mark. Þetta vil ég meina að sé munurinn á þeim bestu markmönnum í dag og þeim sem hafa verið við það að vera world class markmenn. Þessir bestu standa en þeir sem eru við það að verða bestir eru ennþá að taka sénsinn."

Að lokum fengum við Guðmund til að ræða um Iker Casillas, markvörð Spánar. Spánverjar vilja líklega gleyma þessu Heimsmeistaramóti, þeir komust ekki uppúr sínum riðli og fengu sjö mörk á sig í fyrstu tveimur leikjum sínum í mótinu.

,,Casillas er frábær markvörður en hann átti kannski ekkert glimrandi mót. Ég myndi samt ekki segja að hann hafi átt slæmt mót. Þetta er markvörður sem ég myndi vilja sjá í hvaða liði sem er. Ég held að það verði erfitt fyrir hann að ná sömu hæðum og áður," sagði Guðmundur Hreiðarsson að lokum.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Taktu þátt í HM-umræðunni á Facebook! Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook þar sem oft skapast líflegar umræður um boltann.
Athugasemdir