Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 03. júlí 2020 10:33
Magnús Már Einarsson
Brynjar Gestsson tekur leyfi hjá Þrótti
Brynjar Þór Gestsson.
Brynjar Þór Gestsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Þór Gestsson þarf að stíga til hliðar sem þjálfari Þróttar í Vogum næstu vikurnar af persónulegum ástæðum.

„Binni er að fara í leyfi og þarf að taka sér hlé frá þjálfun í 2-4 vikur. Andy Pew, aðstoðarþjálfari liðsins stýrir liðinu í fjarveru hans. Brynjar stýrði æfingunni í gær en mun nú taka sér tímabundið leyfi," sagði Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar, við Fótbolta.net í dag.

Næsti leikur Þróttar er gegn Haukum á Vogaídýfuvellinum í kvöld en Andy Pew stýrir liðinu í þeim leik.

Brynjar tók við þjálfun liðsins af Úlfi Blandon í október síðastliðnum og undir hans stjórn hafði liðið spilað tvo leiki í 2. deildinni í sumar gegn Dalvík/Reyni og Kára sem báðir enduðu með 1-1 jafntefli.

Hann hafði áður þjálfað hjá Fjarðabyggð, Víði Garði, Þrótti Reykjavík og Huginn á Seyðisfirði auk ÍR sem hann hætti með í apríl í fyrra.

Hann þjálfaði Þrótt Vogum áður árið 2017 og kom liðinu þá upp í 2. deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner