Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 03. júlí 2020 09:51
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Hallgrímur: Veit að Sólon hefur verið í rusli
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Sólon sendi mér skilaboð og sagði hve leitt sér þætti þetta og ég veit að hann hefur verið alveg í rusli yfir þessu. Ég sagði honum að ég bæri engan kala til hans," segir Hallgrímur Jónasson, spilandi aðstoðarþjálfari KA, í viðtali við Víði Sigurðsson í Morgunblaðinu í morgun.

Hallgrímur er fótbrotinn, með slitið krossband og skaddað liðband í hné eftir bikarleik gegn Leikni í síðasta mánuði. Sólin Breki Leifsson, sóknarmaður Leiknis, rann þá á vellinum og skall á Hallgrími af miklum þunga.

„Ég er líklega búinn að skoða þetta þúsund sinnum og endalaust hugsað um hvað ég hefði getað gert öðruvísi. Strákurinn var peppaður, að spila gegn úrvalsdeildarliði, og ætlaði eflaust bara að láta finna vel fyrir sér. Hann átti aldrei möguleika í boltann en ég veit að þetta var ekki ásetningur og hann rann í lokin áður en hann lenti á mér."

Hallgrímur er 34 ára en er ákveðinn í að snúa aftur öflugur út á fótboltavöllinn.

„Ég stefni að því að geta byrjað að spila á ný í byrjun næsta tímabils," segir Hallgrímur sem gekkst undir aðgerð í vikunni.

KA fær Breiðablik í heimsókn á Greifavöllinn á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner