Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. júlí 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Hamren fær sérstakt leyfi - Mætir á leiki í Svíþjóð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, var mættur í stúkuna þegar IFK Gautaborg lagði AIK 1-0 í sænsku úrvalsdeildinni í gær.

Hamren mætti til að fylgjast með Kolbeini Sigþórssyni sem var í byrjunarliði AIK í leiknum.

Áhorfendur eru ekki leyfðir á leikjum í Svíþjóð þessa dagana vegna kórónaveirunnar.

Landsliðsþjálfarar hafa fengið sérstakt leyfi til að vera í stúkunni á leikjum og Hamren nýtti sér það í gær.

Janne Anderson, þjálfari sænska landsliðsins, hefur verið duglegur að mæta á leiki sem og Roland Nilsson, þjálfari U21 liðs Svía.

Hér að neðan má sjá Hamren í stúkunni í gær.


Athugasemdir
banner
banner