Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   sun 03. júlí 2022 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Jón Sveins: Ekkert ef og hefði í þessu
Jón Sveinsson þjálfari Fram
Jón Sveinsson þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf svekkjandi að tapa. Við byrjuðum leikinn í brekku eins og við höfum svolítið gert í sumar og verið okkar saga. Keflavík er bara mjög erfitt lið heim að sækja og það er ekkert auðvelt að koma hingað og ætla að ná í einhver stig og því miður fannst mér þeir bara vera aðeins sterkari en við í dag.“ Sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram eftir 3-1 tap Fram gegn Keflavík suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Fram

Eftir dapran fyrri hálfleik sem endaði með heimamenn í tveggja marka forystu kom lið Fram ákveðnara út í síðari hálfleik og uppskar að endingu mark þegar um stundarfjórðungur var eftir. Vonin um æsispennandi lokamínútur entist þó ekki lengi og var Keflavík aftur búið að koma sér tveimur mörkum yfir aðeins fjórum mínútum síðar og við það virtist allur vindur úr liði Fram.

„Já við náum ekki upp krafti aftur eftir að þeir skora þriðja markið. Það drap leikinn fyrir okkur. Við komum okkur inn í leikinn og skoruðum annað mark sem var mjög tæp rangstæða en bara einn maður sem var í aðstöðu til að sjá það almennilega.“

Nú þegar ellefu umferðir eru liðnar eða helmingur af fyrri hluta Bestu deildarinar er Jón sáttur með stigasöfnun liðsins?

„Nei ég hefði nú viljað vera með fleiri stig ef ég á að segja alveg eins og er. En það er ekkert ef og hefði í þessu. Þú getur farið yfir alla leikina og spáð í hvort þú hafir átt að vinna eða ekki þannig að ég hefði alveg viljað vera með fleiri stig en þetta er niðurstaðan. “

Sagði Jón en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner