Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 03. júlí 2022 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jónatan Ingi skoraði og Valdimar lagði upp
Jónatan Ingi í leik með FH
Jónatan Ingi í leik með FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hörður Ingi Gunnarsson, Jónatan Ingi Jónsson og Valdimar Þór Ingimundarson voru allir í byrjunarliði Sogndal sem heimsótti KFUM í næst efstu deild í Noregi í dag.


Þetta var mikil brekka fyrir Sogndal snemma leiks en eftir tæplega hálftíma var staðan 3-0 fyrir KFUM.

Sogndal náði að minnka muninn undir lok fyrri hálfleiks en Valdimar lagði þá upp mark fyrir Andreas van der Spa og 3-1 staðan í hálfleik.

Eftir klukkutíma leik náði Jónatan að minnka muninn enn frekar en nær komust Sogndal ekki og 3-2 tap staðreynd. Sogndal missti KFUM uppfyrir sig í 5. sætið eftir leik dagsins en það munar stigi á liðunum eftir 12 umferðir.

Í efstu deild í Svíþjóð vann Varberg 3-0 sigur á Varnamo. Óskar Sverrison lék síðasta hálftímann fyrir Varberg. Liðið er í 12. sæti, tveimur stigum á undan Varnamo eftir 12 umferðir.

WIllum Þór Willumsson lék 80 mínútur í 1-1 jafntefli BATE gegn Energetik-BGU í hvítrússnesku deildinni. Bate er á toppi deildarinnar með 28 stig eftir 13 leiki, stigi á undan Energetik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner