Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 03. júlí 2025 12:03
Elvar Geir Magnússon
Fótboltaheimurinn syrgir Jota
Mynd: EPA
Margir eru í áfalli eftir þær skelfilegu fréttir sem bárust í morgun. Fótboltamaðurinn Diogo Jota, leikmaður Liverpool, lést ásamt bróður sínum í bílslysi á Spáni rétt eftir miðnætti í gærkvöldi.

Hér fyrir neðan má fylgjast með sérstakri fréttavakt sem vegna slyssins en hún verður uppfærð reglulega

Jota giftist Rute Cardoso fyrir um tveimur vikum síðan en saman eignuðust þau þrjú börn.

Bílslys átti sér stað í Zamora héraði á Spáni. Jota var í bíl, ásamt André bróður sínum, sem hafnaði utan vegar og varð alelda. Þeir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi.

Samkvæmt upplýsingum frá spænsku lögreglunni voru þeir að taka fram úr öðrum bíl þegar dekk sprakk með þessum skelfilegu afleiðingum.
12:03
Látum þessari fréttavakt lokið
Við munum að sjálfsögðu halda áfram að flytja fréttir um þetta skelfilega slys hér á Fótbolta.net.

Eyða Breyta
11:43
Fyrir utan heimavöll Liverpool


Eyða Breyta
11:24
Íslenskir stuðningsmenn með tárin í augunum


Eyða Breyta
11:23


Eyða Breyta
11:20
Óhugnalegar myndir frá slysstaðnum
Birtar hafa verið óhugnalegar myndir frá slysstaðnum en bifreiðin endaði í ljósum logum eftir slysið. Myndirnar eru ekki fyrir viðkvæma.

   03.07.2025 11:19
Óhugnalegar myndir frá slysstaðnum


Eyða Breyta
11:04
Nunez: Mun alltaf muna eftir brosinu þínu
Mynd: EPA

„Það eru engin orð til sem geta linað þessar þjáningar. Ég mun alltaf muna eftir brosinu þínu og félagsskapnum innan sem utan vallar. Ég sendi allan minn styrk til fjölskyldu þinnar, hann verður alltaf hjá ykkur, sérstaklega hjá eiginkonu sinni og börnunum þremur. Megið þið hvíla í friði Diogo og Andre."

Þessi orð skrifaði Darwin Nunez, liðsfélagi Diogo Jota hjá Liverpool, á samfélagsmiðla.

Eyða Breyta
10:56


Eyða Breyta
10:52
Forsætisráðherra Bretlands tjáir sig
Mynd: EPA

„Þetta eru hrikalegar fréttir. Fyrsta hugsun er til fjölskyldu hans og vina. Það eru milljónir stuðningsmanna Liverpool í áfalli og líka annað fótboltaáhugafólk. Maður getur ekki annað en hugsað um það hversu erfiður tími þetta er fyrir vini hans og fjölskyldu," segir Sir Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands.

Eyða Breyta
10:46
Myndir Hafliða Breiðfjörð af Jota
Hér má sjá nokkrar myndir sem Hafliði Breiðfjörð, ljósmyndari og fyrrum eigandi Fótbolta.net, tók af Jota á ferli hans. Efsta myndin er frá Laugardalsvelli en Jota kom inn af bekknum í landsleik gegn Íslandi á vellinum árið 2023.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Eyða Breyta
10:38
Mínútu þögn á EM
Mynd: EPA

Það verður mínútu þögn fyrir leik portúgalska kvennalandsliðsins sem mætir Spáni á EM í kvöld. Jota lék 49 landsleiki fyrir Portúgal.

Eyða Breyta
10:32
Ronaldo: Ég veit að þú munt alltaf vera hjá þeim
Cristiano Ronaldo, liðsfélagi Jota hjá portúgalska landsliðinu, hefur tjáð sig eftir þessar sorglegu fréttir.

„Ég er ekki að trúa þessu. Fyrir stuttu vorum við saman í landsliðinu, þú varst að gifta þig. Fjölskyldu þinni, eiginkonu þinni og börnum sendi ég samúðarkveðjur og óska ??þeim alls hins besta í heiminum. Ég veit að þú munt alltaf vera með þeim. Hvíl í friði, Diogo og André. Við munum öll sakna ykkar," skrifaði Ronaldo á samfélagsmiðlum.



Eyða Breyta
10:25
Stuðningsmenn Liverpool safnast saman fyrir utan Anfield
Stuðningsmenn Liverpool hafa safnast saman fyrir utan Anfield og heiðra minningu Jota. Lagðir eru kransar, kort og blómaskreytingar við leikvanginn.



Eyða Breyta
10:10
Sky News ræðir við stuðningsmenn Liverpool eftir fréttir morgunsins


Eyða Breyta
10:07
Það sem við vitum um slysið
Mynd: Sky News

Slysið átti sér stað í Zamora héraði á Spáni klukkan 00:30 að staðartíma, 22:30 að ísenskum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá spænsku lögreglunni fór Lamborghini bifreið utan vegar eftir að dekk sprakk þegar bíllinn var í framúrakstri. Bíllinn varð alelda og tveir voru úrskurðaðir látnir á staðnum þegar björgunaraðilar mættu.

Eyða Breyta
09:59
Liverpool goðsögn tjáir sig á X


Eyða Breyta
09:57
Forsætisráðherra Portúgals: Sorgardagur fyrir fótboltann
„Þessar hörmulegu fréttir eru óvæntar. Diogo Jota var íþróttamaður sem var gott andlit út á við fyrir Portúgal. Ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu þeirra bræðra. Þetta er sorgardagur fyrir fótboltann og fyrir íþróttaheiminn," segir Luís Montenegro, forsætisráðherra Portúgals.

Diogo Jota - Mynd: EPA


Eyða Breyta
09:53
Fótboltaheimurinn stendur saman
Fjöldi fótboltafélaga um allan heim hafa sent samúðarkveðjur.



Eyða Breyta
09:52
Yfirlýsing frá portúgalska sambandinu
Mynd: EPA

Hér er yfirlýsing frá forseta portúgalska fótboltasambandsins, Pedro Proenca:

Portúgalska sambandið og allir í portúgölskum fótbolta eru gjörsamlega miður sín eftir andlát Diogo Jota og bróður hans Andre Silva, snemma morguns, á Spáni.

Diogo Jota var miklu meira en bara frábær leikmaður, með næstum 50 landsleiki fyrir landsliðið, einstök manneskja, með smitandi gleði og virkur í samfélagsmálum.

Fyrir mína hönd, og fyrir hönd portúgalska knattspyrnusambandsins, votta ég fjölskyldu og vinum Diogo og Andre Silva, sem og Liverpool FC og FC Penafiel, félögunum þar sem þeir spiluðu fótbolta með, mína dýpstu samúð.

Portúgalska fótboltasambandið hefur þegar beðið UEFA um mínútu þögn, þennan fimmtudag, fyrir leik landsliðsins okkar við Spán, á EM kvenna.

Fráföll Diogo og Andre er óbætanlegt tap fyrir portúgalskan fótbolta og við munum gera allt til að heiðra arfleifð þeirra.


Eyða Breyta
09:47
Sorg ríkir hjá Porto - Fyrrum félagi þeirra bræðra


Eyða Breyta
09:45
Liverpool sendi frá sér yfirlýsingu - Ólýsanlegur missir
Allir hjá félaginu eru miður sín. Félagið biður um það að fjölskylda, vinir, liðsfélagar og starfsfólk Diogo og Andre fái frið á meðan þau takast á við ólýsanlegan missi.



Eyða Breyta
09:36
Fréttin sem birtist fyrr í morgun
Sóknarleikmaðurinn Diogo Jota hjá Livepool er látinn eftir umferðarslys á Spáni. Hann var 28 ára gamall.

Samkvæmt fréttum átti sér stað bílslys í Zamora héraði á Spáni rétt eftir miðnætti. Jota var í bíl, ásamt André bróður sínum, sem hafnaði utan vegar og varð alelda. Þeir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Breska ríkisútvarpið segir að þeir hafi verið að taka fram úr öðrum bíl þegar dekk hafi sprungið með þessum skelfilegu afleiðingum.

Slysið gerist aðeins tveimur vikum eftir að Jota gifti sig í Portúgal. Hann og Rute Cardoso gengu í hjónaband en saman eignuðust þau þrjú börn.

Jota lék með Liverpool frá 2020 og varð Englandsmeistari með liðinu á liðnu tímabili. Þá lék hann 49 landsleiki fyrir Portúgal og vann Þjóðadeildina tvívegis.

André Silva, bróðir Diogo, var einnig atvinnumaður í fótbolta en hann var hjá portúgalska B-deildarliðinu Penafiel og var 25 ára.

Pedro Proenca, forseti portúgalska fótboltasambandsins, hefur staðfest andlát Diogo Jota og André Silva. Hann segir að Jota hafi verið mögnuð persóna og hafi verið virtur meðal liðsfélaga og andstæðinga.



Eyða Breyta
Athugasemdir
banner