Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 03. júlí 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Icelandair
EM KVK 2025
Þorsteinn Halldórsson faðmar hér landsliðsþjálfara Finnlands fyrir leikinn í gær.
Þorsteinn Halldórsson faðmar hér landsliðsþjálfara Finnlands fyrir leikinn í gær.
Mynd: EPA
„Það var mikið stress í okkur í fyrri hálfleik og við vorum inn í skel. Það var ákveðinn lamandi ótti eiginlega. En mér fannst seinni hálfleikur að mörgu leyti fínn og það er margt sem við getum tekið úr honum," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, er hann ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu landsliðsins í dag.

Ísland hóf leik á Evrópumótinu í gær en tapaði þar gegn Finnlandi, 1-0, í afar mikilvægum leik í riðlinum.

„Við fórum í 3-3-3 síðustu 20 mínúturnar, stigum á þær og þorðum að verjast fram á við. Þá sýndu leikmenn úr hverju þeir eru gerðir og voru þær sjálfar. Við þurfum að flytja þá orku og það hugarfar yfir í næsta leik."

Mikil vonbrigði með það hvernig liðið mætti út til leiks í gær?

„Já, auðvitað. Við erum ekki sátt við það hvernig við vorum að spila fyrri hálfleikinn. Við komumst samt í gegnum hann og fengum ekki mark á okkur. Þær sköpuðu engin færi, aðallega skot fyrir utan teig. Fyrri hálfleikurinn var klárlega ekki góður, en seinni hálfleikurinn var fínn. Þetta er stórmót og það er auðvitað álag og stress, en við þurfum að ná stillingu á okkur svo við höfum ekki að óttast neitt," sagði Steini.

Næsti leikur er gegn Sviss á sunnudag og þann leik þurfum við að vinna. Allt viðtalið við Steina má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner