Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   fim 03. júlí 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Icelandair
EM KVK 2025
Þorsteinn Halldórsson faðmar hér landsliðsþjálfara Finnlands fyrir leikinn í gær.
Þorsteinn Halldórsson faðmar hér landsliðsþjálfara Finnlands fyrir leikinn í gær.
Mynd: EPA
„Það var mikið stress í okkur í fyrri hálfleik og við vorum inn í skel. Það var ákveðinn lamandi ótti eiginlega. En mér fannst seinni hálfleikur að mörgu leyti fínn og það er margt sem við getum tekið úr honum," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, er hann ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu landsliðsins í dag.

Ísland hóf leik á Evrópumótinu í gær en tapaði þar gegn Finnlandi, 1-0, í afar mikilvægum leik í riðlinum.

„Við fórum í 3-3-3 síðustu 20 mínúturnar, stigum á þær og þorðum að verjast fram á við. Þá sýndu leikmenn úr hverju þeir eru gerðir og voru þær sjálfar. Við þurfum að flytja þá orku og það hugarfar yfir í næsta leik."

Mikil vonbrigði með það hvernig liðið mætti út til leiks í gær?

„Já, auðvitað. Við erum ekki sátt við það hvernig við vorum að spila fyrri hálfleikinn. Við komumst samt í gegnum hann og fengum ekki mark á okkur. Þær sköpuðu engin færi, aðallega skot fyrir utan teig. Fyrri hálfleikurinn var klárlega ekki góður, en seinni hálfleikurinn var fínn. Þetta er stórmót og það er auðvitað álag og stress, en við þurfum að ná stillingu á okkur svo við höfum ekki að óttast neitt," sagði Steini.

Næsti leikur er gegn Sviss á sunnudag og þann leik þurfum við að vinna. Allt viðtalið við Steina má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner