Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   fim 03. júlí 2025 22:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er auðvitað frábær tilfinning að vinna svona endurkomusigur," sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, eftir sigur liðsins gegn Þór í kvöld.

„Það var ekki mikið sem benti til þess. Ég er stoltur af strákunum að halda okkur við planið, það er svolítið oft að maður lendi í því á 80. mínútu og 1-0 undir að menn fari að spila öðruvísi, meiri örvænting."

„Það voru ekki mörg færi í þessu. Við vorum að reyna veðra þá svolítið niður, ég er ekkert alveg sáttur við að við hefðum ekki búið til fleiri færi. Svo erum við 1-0 undir og þeir fá nokkur upphlaup. Ég er svo stoltur af strákunum að gefast ekki upp og halda sig við leikplanið. Við þurfum að gera betur en þessar síðustu tíu mínútur, hugarfarið, ástríðan og trúin var upp á tíu."

Jakob Gunnar Sigurðsson kom inn á sem varamaður og jafnaði leikinn. Venni er með nóg af sóknarmönnum til að velja úr.

„Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við. Ég er með fjóra til fimm frábæra sóknarmenn. Viktor Andri spilaði vel og er frábær leikmaður, Liam og Aron eru búinir að skora fullt af mörkum og Jakob með sitt fjórða í dag sem er mjög mikið miðað við að ég hafi ekki náð að skaffa honum mikið af mínútum," sagði Venni.

Eiríkur Þorsteinsson Blöndal tryggði Aftureldingu sigurinn þegar hann átti skot í hornið eftir að hafa runnið. Jakob Gunnar sagði í viðtali við Fótbolti.net að hann hafi aldrei séð svona tækni áður.

„Jú,jú, við sjáum þetta reglulega. Ég segi oft við strákana að miða beint á markið og reyna hitta markmanninn þá fer þetta yfirleitt í stöngina og inn. Ég held að hann hafi verið að miða beint á markið og rann og setti hann í stöngina og inn," sagði Venni léttur í bragði.

„Þetta er það sem maður pínulítið lifir fyrir. Þegar ég var leikmaður og þetta er alveg sama tilfinning þegar maður er þjálfari, þetta er svo mikil orkusprengja. Þú ert búinn að bíða spenntur og sérð fyrir þér að þú sért að fara tapa eða fá eitt stig og svo færðu þessa gusu og þá hellast yfir allar sigurtilfinningarnar. Á sama tíma verður maður alltaf pínu stressaður, þrjár mínútur eftir og maður vill ekki fá á sig jöfnunarmark."
Athugasemdir