Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fim 03. júlí 2025 22:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er auðvitað frábær tilfinning að vinna svona endurkomusigur," sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, eftir sigur liðsins gegn Þór í kvöld.

„Það var ekki mikið sem benti til þess. Ég er stoltur af strákunum að halda okkur við planið, það er svolítið oft að maður lendi í því á 80. mínútu og 1-0 undir að menn fari að spila öðruvísi, meiri örvænting."

„Það voru ekki mörg færi í þessu. Við vorum að reyna veðra þá svolítið niður, ég er ekkert alveg sáttur við að við hefðum ekki búið til fleiri færi. Svo erum við 1-0 undir og þeir fá nokkur upphlaup. Ég er svo stoltur af strákunum að gefast ekki upp og halda sig við leikplanið. Við þurfum að gera betur en þessar síðustu tíu mínútur, hugarfarið, ástríðan og trúin var upp á tíu."

Jakob Gunnar Sigurðsson kom inn á sem varamaður og jafnaði leikinn. Venni er með nóg af sóknarmönnum til að velja úr.

„Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við. Ég er með fjóra til fimm frábæra sóknarmenn. Viktor Andri spilaði vel og er frábær leikmaður, Liam og Aron eru búinir að skora fullt af mörkum og Jakob með sitt fjórða í dag sem er mjög mikið miðað við að ég hafi ekki náð að skaffa honum mikið af mínútum," sagði Venni.

Eiríkur Þorsteinsson Blöndal tryggði Aftureldingu sigurinn þegar hann átti skot í hornið eftir að hafa runnið. Jakob Gunnar sagði í viðtali við Fótbolti.net að hann hafi aldrei séð svona tækni áður.

„Jú,jú, við sjáum þetta reglulega. Ég segi oft við strákana að miða beint á markið og reyna hitta markmanninn þá fer þetta yfirleitt í stöngina og inn. Ég held að hann hafi verið að miða beint á markið og rann og setti hann í stöngina og inn," sagði Venni léttur í bragði.

„Þetta er það sem maður pínulítið lifir fyrir. Þegar ég var leikmaður og þetta er alveg sama tilfinning þegar maður er þjálfari, þetta er svo mikil orkusprengja. Þú ert búinn að bíða spenntur og sérð fyrir þér að þú sért að fara tapa eða fá eitt stig og svo færðu þessa gusu og þá hellast yfir allar sigurtilfinningarnar. Á sama tíma verður maður alltaf pínu stressaður, þrjár mínútur eftir og maður vill ekki fá á sig jöfnunarmark."
Athugasemdir