Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
banner
   fim 03. júlí 2025 22:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er auðvitað frábær tilfinning að vinna svona endurkomusigur," sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, eftir sigur liðsins gegn Þór í kvöld.

„Það var ekki mikið sem benti til þess. Ég er stoltur af strákunum að halda okkur við planið, það er svolítið oft að maður lendi í því á 80. mínútu og 1-0 undir að menn fari að spila öðruvísi, meiri örvænting."

„Það voru ekki mörg færi í þessu. Við vorum að reyna veðra þá svolítið niður, ég er ekkert alveg sáttur við að við hefðum ekki búið til fleiri færi. Svo erum við 1-0 undir og þeir fá nokkur upphlaup. Ég er svo stoltur af strákunum að gefast ekki upp og halda sig við leikplanið. Við þurfum að gera betur en þessar síðustu tíu mínútur, hugarfarið, ástríðan og trúin var upp á tíu."

Jakob Gunnar Sigurðsson kom inn á sem varamaður og jafnaði leikinn. Venni er með nóg af sóknarmönnum til að velja úr.

„Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við. Ég er með fjóra til fimm frábæra sóknarmenn. Viktor Andri spilaði vel og er frábær leikmaður, Liam og Aron eru búinir að skora fullt af mörkum og Jakob með sitt fjórða í dag sem er mjög mikið miðað við að ég hafi ekki náð að skaffa honum mikið af mínútum," sagði Venni.

Eiríkur Þorsteinsson Blöndal tryggði Aftureldingu sigurinn þegar hann átti skot í hornið eftir að hafa runnið. Jakob Gunnar sagði í viðtali við Fótbolti.net að hann hafi aldrei séð svona tækni áður.

„Jú,jú, við sjáum þetta reglulega. Ég segi oft við strákana að miða beint á markið og reyna hitta markmanninn þá fer þetta yfirleitt í stöngina og inn. Ég held að hann hafi verið að miða beint á markið og rann og setti hann í stöngina og inn," sagði Venni léttur í bragði.

„Þetta er það sem maður pínulítið lifir fyrir. Þegar ég var leikmaður og þetta er alveg sama tilfinning þegar maður er þjálfari, þetta er svo mikil orkusprengja. Þú ert búinn að bíða spenntur og sérð fyrir þér að þú sért að fara tapa eða fá eitt stig og svo færðu þessa gusu og þá hellast yfir allar sigurtilfinningarnar. Á sama tíma verður maður alltaf pínu stressaður, þrjár mínútur eftir og maður vill ekki fá á sig jöfnunarmark."
Athugasemdir
banner