Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. ágúst 2021 23:42
Brynjar Ingi Erluson
Zlatan vildi fara aftur til PSG
PSG hafnaði því að fá næst markahæsta leikmann félagsins frá upphafi
PSG hafnaði því að fá næst markahæsta leikmann félagsins frá upphafi
Mynd: Getty Images
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic vildi fara aftur til Paris Saint-Germain í sumar áður en franska félagið hafnaði tækifærinu á að fá hann. Le Parisien segir frá.

Zlatan er 39 ára gamall og hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliði, fyrir utan auðvitað Meistaradeild Evrópu.

Hann vildi auka möguleika sína til muna með því að fara aftur til Paris Saint-Germain. Zlatan skrifaði sig í sögubækurnar hjá félaginu á tíma sínum þar og er næst markahæsti leikmaðurinn í sögu PSG.

Samkvæmt Le Parisien þá ræddi Mino Raiola, umboðsmaður Zlatans, við PSG um að koma honum aftur til félagsins en Leonardo, yfirmaður íþróttamála, hafnaði tækifærinu á að fá hann aftur.

Zlatan framlengdi þá í kjölfarið samning sinn við Milan um eitt ár þar sem hann þénar 7 milljónir evra á ári. Hann á sjálfur möguleika á að berjast um Meistaradeildina með Milan eftir að liðið tryggði sér farseðilinn þangað undir lok síðasta tímabils.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner