Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 03. ágúst 2022 08:58
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 Sport 
Aftur fékk Arnar rautt gegn KR og er á leið í tveggja leikja bann
Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mönnum var heitt í hamsi á Akureyri.
Mönnum var heitt í hamsi á Akureyri.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, er á leið í tveggja leikja bann en hann fékk sitt annað rauða spjald á tímabilinu í lok leiks KA og KR á Akureyri í gær. Hitt rauða spjaldið kom einnig gegn KR, í markalausum leik á Meistaravöllum í maí. Arnar verður því ekki í boðvangi KA í komandi deildarleikjum, gegn FH og ÍA.

Lestu um leikinn: KA 0 -  1 KR

„Þegar það er hiti í leiknum og í rauninni búið að vera allan leikinn þá gerist ýmislegt. Mér fannst KR-ingarnir búnir að vera tuðandi í fjórða dómara nærri allan leikinn og við eflaust líka en í miklu minni mæli. Kollegi minn hann Rúnar hann fær nú gula spjaldið fyrir eitthvað tuð," sagði Arnar við Stöð 2 Sport eftir leikinn.

Hann er bara ekki klár í þetta hlutverk
Heimamenn voru allt annað en sáttir þegar Egill Arnar Sigurþórsson dæmdi ekki vítaspyrnu á Atla Sigurjónsson, leikmann KR, í uppbótartíma. Eftir leikinn í gær gagnrýndi Arnar hinsvegar aðallega Svein Arnarsson, fjórða dómara leiksins, sem var við boðvangana.

„Það er brotið á mínum leikmanni innan teigs í uppbótartíma og við hlaupum hér og biðjum um víti. Ef að þetta var línan í leiknum að gefa mér rautt spjald fyrir þetta, við vorum ekki að kalla fáviti eða hálfviti eða eitthvað slíkt. Við vorum að biðja um vítaspyrnu."

„Ég missti mig eftir að ég fékk rauða spjaldið en þegar fjórði dómari er einhver sem hefur enga tilfinningu fyrir leiknum þá færðu svona móment í leikjum. Hann er bara ekki klár í þetta hlutverk, vegna þess að menn hafa þurft að spila leikinn og þurfa að hafa smá tilfinningu fyrir leiknum. Það var engin ástæða til að gefa rautt spjald þarna miða við línuna sem var búin að haldast allan leikinn, þetta var mjög strangur dómur," sagði Arnar Grétarsson við Stöð 2 Sport.

Hér má sjá atvikið þar sem KA vildi vítaspyrnu á Atla Sigurjónsson en KR vann leikinn 1-0 í gær:


Arnar fékk rautt: Menn orðnir heitir og hlutirnir ekki að ganga
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner