Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 03. ágúst 2022 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea horfir til Aubameyang
Mynd: Getty Images

Chelsea hefur ekki gengið vel í leit sinni að sóknarmanni og skoðar félagið nú að kaupa Pierre-Emerick Aubameyang af Barcelona.


Aubameyang er meðal nokkurra nafna á lista Chelsea en sá síðasti sem félagið ræddi við er Benjamin Sesko, 19 ára sóknarmaður RB Salzburg sem verður ekki seldur ódýrt.

Aubameyang er 33 ára gamall og hefur aðeins verið hjá Barcelona í sex mánuði eftir að hann yfirgaf Arsenal á frjálsri sölu í janúar. Hann skoraði ellefu mörk og gaf eina stoðsendingu í sautján deildarleikjum með Barca.

Hjá Arsenal skoraði hann aðeins fjögur mörk í 14 leikjum á fyrri hluta síðustu leiktíðar en hefur í heildina gert 68 mörk í 128 úrvalsdeildarleikjum fyrir félagið.

Thomas Tuchel notaði Kai Havertz mikið sem fremsta sóknarmann á síðustu leiktíð og hafnaði Chelsea nokkrum tilboðum í albanska sóknarmanninn Armando Broja í sumar. Hinn tvítugi Broja gæti fengið stórt hlutverk í fremstu víglínu.

Fabrizio Romano segir að Chelsea sé þegar búið að setja sig í samband við umboðsmann Aubameyang til að ræða möguleg kaup og kjör.

Kaupverðið er óljóst en Aubameyang á þrjú ár eftir af samningi sínum við Börsunga, sem þýðir að hann verður hjá félaginu til 36 ára aldurs nema hann verði seldur eða semji um starfslok.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner